Norðurgata, Akureyri
Miðlun Fasteignir sími 412-1600 kynna í einkasölu:
Norðurgata 40. mikið endurnýjuð þriggja herbergja efri hæð með sérinngang í mjög snyrtilegu tvíbýli. Eign skiptist í: Forstofu,hol,tvö svefnherbergi,eldhús,baðherbergi,stofu,geymsluloft, og vandaðan geymsluskúr á baklóð.
Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með Ljósgráum flísum á gólfi, fatahengi og nýlegri útidyrahurð. Hol er með olíubornu eikarparketi á gólfi. Á holi er hleri með fellistiga sem liggur uppá geymsluloft yfir allri íbúðinni. Stofa/borðstofa er rúmgott rými. Olíuborið eikarparket á gólfi og gluggar í austur og suður.
Svefnherbergi eru tvö, bæði ágætlega rúmgóð, eikarparket á báðum herbergjum og rúmgóðir fataskápar í stærra herberginu.
Eldhús er með gráum flísum á gólfi, mósaík flísar milli efri og neðri skápa. Innrétting úr spónlögðum kirsuberjaviði með sérlega miklu skápaplássi, gráar bekkplötur og stállituð Gorenje heimilistæki. Baðherbergi er með gráum flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefi. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu á baðherbergi. Á baklóð er ágætur geymsluskúr tengdur sólpalli með skjólveggjum. Steypt stétt og sérbílastæði, einnig er búið að skipta lóð á milli efri og neðri hæðar.
Húsið er talsvert endurnýjað klætt að utan fyrir uþb. 10 árum með viðhaldslítilli klæðningu, búið er að taka lóð og umhverfi allt í gegn, stéttar og pallur við mjög góðan geymsluskúr Garður er mjög vel hirtur og ræktaður, sérlega vönduð eign.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Miðlun fasteigna 412-1600 eða [email protected]