Engimýri ii, Akureyri

 • Tegund:
  Lóð
 • Stærð:
  684
 • Fasteignamat:
  36.685.000
 • Brunabótamat:
  78.985.000
 • Áhvílandi:
  0
 • Herbergi:
  9
 • Svefnherbergi:
  0
 • Baðherbergi:
  0
 • Stofur:
  0
 • Þvottahús:
 • Bílskúr:
  nei

Verð: 32.500.000 kr

Engimýri ii, Akureyri

Miðlun fasteignir 412-1600 kynnir Jörðina Engimýri II í Öxnadal ásamt útihúsum samtals 684,8fm samhv FMR.  
Húsakostur skiptist eftirfarandi.


Einbýli byggt 1973:  Um er að ræða Einbýli á tveimur hæðum með rafmagnskyndingu  Húsið skiptist í tvær forstofur, þvottahús, geymslu eldhús, stofu, tvö baðherbergi, fjögur herbergi og geymslur í kjallara:  Gólfefni eru eldra parket,flísar, máluð gólf í hluta kjallara og ber steinn í forstofu sunnan við hús.
Eldhús er með flísum á gólfi, ágætri innréttingu, hvítri með viðarköntum, bakaraofni í vinnuhæð og helluborði og eyju, flísar eru á gólfi í eldhúsrými, þar er góð lofthæð og þakgluggi.  Stofa er með eldra parketi á gólfi.  Svefnherbergi eru þrjú á efri hæð og eitt rúmgott á neðri hæð, öll með parketi á gólfi.  Baðherbergi á efri og neðri hæð þarfnast nánari skoðunar, flísar á gólfum og veggjum að hluta, vantar talsvert að innréttingum og tækjum til að baðherbergin teljist nothæf.  Þvottahús og geymsla á efri hæð eru með máluðu gólfi.  Forstofa sunnan við hús má segja að sé rúmlega fokheld og virðist aldrei hafa verið fullfrágengin.  Einnig er sérinngangur austan við húsið.  Talsverð lekaummerki eru á útveggjum í kjallara, merki um leka á milli hæða í kjallara.  

Hesthús byggt árið 1955 237,8 m².  Óeinangrað opið rými með moldargólfi og bárujárnsþaki, ágæt innkeyrsluhurð, steypa í veggjum þarfnast nánari athugunar. 
Hlaða byggð árið 1955 116,2 m²     óeinangrað opið rými með góðri lofhæð og bárujárnsþaki, moldargólf, hlöðudyr sem búið er að þilja af.  
Fjárhús byggt árið 1985     samhv 86,4 m².  Er í raun nokkuð vandað gróðurhús með steyptu gólfi, límtrésbitum og rafmagnskyndingu  og virðist ekki hafa verið nýtt sem fjárhús.  Hitaveita er ekki í boði á svæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð, nýtingamöguleikar eru óljósir.


Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu 412-1600 eða midlun@midlunfasteignir.is
Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd